Articles by: Tinna

Sýningaropnun og málþing í tengslum við Frontiers of Solitude

Sýningaropnun og málþing í tengslum við Frontiers of Solitude

Opnun 4. febrúar kl. 18:00  í Školská 28 Gallery, Fotograf Gallery og Ex Post í Prag, Tékklandi. Sýningartímabil: 5. febrúar – 4. mars 2016 Málþing: 5.- 6. febrúar í French Institute í Prag, Tékklandi Listamenn:  Finnur Arnar Arnarson (IS), Karlotta Blöndal (IS), Gunhild Enger (NO), Þórunn Eymundardóttir (IS), Monika Fryčov (CZ/IS), Tommy Hvik (NO), Elvar Már Kjartansson (IS), Alena Kotzmannov (CZ), Iselin Lindstad Hauge (NO), Julia Martin (DE/IS), Vladimr Merta (CZ), Pavel Mrkus (CZ), Greg Pope (NO), Kristín Rúnarsdóttir (IS), Ivar Smedstad (NO), Vladimir Turner (CZ), Robert Vlask (CZ), Diana Winklerov (CZ), Martin Zet (CZ). Á sýningunni eru sett fram verk eftir íslenska, norska og tékkneska listamenn sem beint, eða óbeint, sækja innblástur til þriggja þverfaglegra leiðangra sem farnir voru norður fyrir heimskautsbaug – til norðurhéraðs Noregs, til kolanámusvæða norður Bæheims (Bóhemíu) og upp á hálendi […]

Read More

/www/wp content/uploads/2015/09/lhi landscape 72

NO SOLO

Nemendur Listaháskóla Íslands koma til Seyðisfjarðar í febrúar til að taka þátt í árlegu námskeiði, Seyðisfjörður vinnustofa, undir leiðsögn Björns Roth og Kristjáns Steingríms. Námskeiðið er haldið í samvinnu við Dieter Roth Akademíuna, Tækniminjasafn Austurlands og Skaftfells. Yfirskrift sýningarinnar, NO SOLO, vísar í það að listin er samvinna, listamennirnir gætu ekki sett up sýninguna án hjálpar bæjarbúa og hvers annars. Þeir eru ýmist að bíða eftir svari, á leiðinni eitthvert að fá hjálp eða kalla inn greiða að sunnan. Eftir að hafa haldið röð einkasýninga við Listaháskóla Íslands og skrifað BA-ritgerð um sjálfið og myndlistina hefur hópurinn afsalað sér sólóinu […]

Read More