Í verkum sínum einbeitir hollenska listakonan Lola Bezemer sér að upplifuninni á litum og ljósi í rýmum innanhúss. Við komu sína til Íslands tók hún með sér ógrynni af lituðum vefnaði í þeim tilgangi að vinna með hann í snjóhvítu landslaginu. Líkt og þegar maður varpar á hvítan vegg er sömuleiðis hægt að nota hvítt landslagið í sama tilgangi. Í Bókabúðinni verður sýnt myndbandsverk sem tekið var utandyra og verður það fléttað saman við ljósainnsetningu inni í rýminu. Bæði verkin samanstanda af lituðu fallhlífarefni en draga fram ólíka eiginleika efnisins; innsetningin sýnir hvernig efnið geislar ljósinu og virðist stöðugt en […]
Articles by: Tinna
Opnunartímar yfir hátíðarnar
Kæru listunnendur fjær og nær. Sýning með verkum Eyborgar Guðmundsdóttur og Eygló Harðardóttur verður opin aukalega fram að hátíðunum. Opnunartímar: Fim 17. des kl. 15:00-20:00 Fös 18. des kl. 15:00-20:00 Lau 19. des kl. 15:00-20:00 Sun 20. des lokað Mán 21. des kl. 15:00-20:00 Þri 22. des kl. 15:00-20:00 Mið 23. des kl. 15:00-20:00 Lokað 24. des 2015 – 6. jan 2016