Óhætt er að segja að hið séríslenska hikorð „hérna“ hjálpi manni að finna aftur þráðinn þegar maður tapar honum stundarkorn í samtali og frásögn. Sænska listakonan Victoria Brännström opnar sýninguna Hérna í Bókabúðinni-verkefnarými. Victoria mun m.a. sýna afrakstur þögula göngutúrsins þar sem jurtum var safnað ásamt verkum úr ull og tré. Upplestur kl 16:15 Boðið verður upp á glænýtt heimatilbúið bláberja- og krækiberjasaft. Sýningin er hluti af Haustroða og verður einning opin: sun 18. okt kl. 12-14, mán 19. okt og þri 20. okt kl. 14-17. Victoria Brännström er gestalistamaður Skaftfells í boði Norrænu menningargáttarinnar.
Articles by: Tinna
Listamannaspjall #24
Gestalistamennirnir Cristina David, Robertas Narkus og Victoria Brännström kynna verk sín og starfsferil á listamannaspjalli. Bæði Cristina og Robertas dvelja í Skaftfelli í tengslum við alþjóðleg samstarfsverkefni, Cristina tekur þátt í Artists as Agents of Institutional Exchange og Robertas tekur þátt í Climbing Invisible Structures. Victoria dvelur í september-október í boði Norrænu menningargáttirnar. Um næstu helgi opnar hún sýninguna Hérna, í Bókabúðinni-verkefnarými, sem hluti af Haustroða. Viðburðurinn fer fram á ensku. Allir velkomnir. Nánar um listamennina Cristina David is a contemporary artist based in Bucharest. Cristina studied at the Faculty of Mathematics and at the National Art University of Bucharest, in Romania. […]