Fyrir 6 – 10 ára Mánudaginn 10. ágúst – föstudagins 14. ágúst kl. 13:00 – 15:00 Á námskeiðinu munu börnin kanna nýjar aðferðir í teikningu í gegnum leiki og ýmsar tilraunir. Unnið verður með mismunandi efnivið s.s. blýanta, kol, vatnsliti, vax og drullumall. Sambandið á milli þess sem við sjáum og þess sem við teiknum verður megin viðfangsefni námskeiðsins. Námskeiðið fer fram í Tónlistaskólanum en einnig verður unnið utandyra. Þátttakendur þurfa að mæta í vinnufötunum sínum og með viðeigandi útiföt fyrir drullumall og vesen. Námskeiðið er unnið af frumkvæði Skaftfells í samstarfi við Tónlistarskóla Seyðisfjarðar og RoShamBo. Leiðbeinandi: Þórunn Eymundardóttir Námskeiðsgjald […]
Articles by: Tinna
Stigi
Fimmtudaginn 13. ágúst munu sænsku systurnar Gerd Aurell, myndlistarmaður, og Karin Aurell, tónskáld, flytja sjón- og hljóðrænna samstarfsverkefnið Stigi í Bókabúðinni verkefnarými. Allir velkomnir! Systurnar hafa undanfarin ár unnið með nálgun sem felur í sér að Karin spilar á flautu á meðan Gerd teiknar glærur sem eru á myndvarpa, bæð¡ á myndir sem eru tilbúnar og uppspunar á staðnum. Á meðan dvöl þeirra stendur í Skaftfelli hafa þær unnið að nýju verk. Karin hefur safnað ýmsum hljóðum og Gerd ýmsum myndum, innblásturinn kemur frá Seyðisfirði og nærumhverfi. Gerd Aurell er myndlistarmaður, búsett í Umea Svíþjóð. Hún einbeittir sér mestmegis að teikingu, […]