Herðubreið – bíósalur Í tengslum við sýninguna Raunverulegt líf sem stendur yfir í sýningarsal Skaftfells verða sýnd tvö myndbandsverk laugardaginn 20. júní kl. 20:00 í Herðubreið, bíósal. My Dreams Are Still About Flying (2012) eftir Cecilia Nygren (SWE) æ ofaní æ (2014) eftir Ragnheiði Gestsdóttur & Markús Þór Andrésson. Myndbandverk Ceciliu Nygren frá árinu 2012, My Dreams Are Still About Flying fjallar um Walter Steiner, söguhetjuna í heimildamynd Werner Herzogs The Great Ecstasy of Woodcarver Steiner (frá 1974). Steiner var skíðastökvari á heimsmælikvarða og hafði að áhugamáli útskurð í tré.Í mynd Nygren hittum við Steiner fyrir í norður Svíþjóð þar sem hann vinnur sem húsvörður í kirkju og […]
Articles by: Tinna
Landslag hjartans
Sýningarstjóri Þórunn Eymundardóttir Þráin eftir því að tilheyra, að sjá og skilja sjálfan sig er öllum mönnum sameiginlegt. Það umhverfi sem einstaklingurinn vex úr grasi í verður óhjákvæmilega stór partur af sjálfsmynd hans og hefur áhrif á það hvernig hann horfir á heiminn; að heiman. Þessi sýning á úrvali verka í eigu Seyðisfjarðarkaupstaðar sýnir okkur glögglega hvert sjónir manna beinast þegar hylla á heimahagana, heiðra þá er skipt hafa sköpum fyrir samfélagið eða minnast merkra tímamóta. Verkin á sýningunni, sem eru í flestum tilfellum gjafir til bæjarins, eru því einskonar spegilmyndir. Myndefnið, fjörðurinn fagri eða fegursti staður gefandans, er því […]