Sunnudaginn 28. júní kl. 15:00 verður efnt til samsöngs fyrir börn í hljóðskúlptúrnum Tvísöng, eftir Lukas Kühne, sem er staðsettur í Þófunum rétt fyrir ofan Seyðisfjarðarkaupstað. Arna Magnúsdóttir ætlar að leiða sönginn og boðið verður upp á léttar veitingar. Einnig mun Skógræktarfélag Seyðisfjarðar gróðursetja þrjú birkitré í tilefni 100 ára kosningarrétti kvenna og til að minnast þess að 30 ár eru liðin síðan frú Vigdís Finnbogadóttir var kjörin Forseti Íslands. Þetta er í fjórða skipti sem viðburðinn er haldin en skúlptúrinn var opin almenningi í september 2012. Viðburðinn er hluti af 120 ára afmælishátíð Seyðisfjarðarkaupstaðar. Ljósmynd: Goddur
Articles by: Tinna
The Spaghetti Incident
3. – 5. júlí 18:00-21:00 í Bókabúðinni-verkefnarými Sýningin The Spaghetti Incident er einnar rásar myndbands innsetning sem er unnin úr frá aðferðum átakamálverksins (e. action painting) og plötukápu Guns N’ Roses frá 1993. Verkið er niðurstaða hugarflugs við verkavinnu og fjallar um ástandið sem myndast þegar endurteknar hreyfingar aðskilja huga og líkama, andlegt ferðalag sem borgar 11 evrur á tímann. Christian Hansen er tónlistar- og myndlistarmaður, búsettur í Rotterdam, Hollandi. Í verkum sínum kortleggur hann sambandið milli fjarlægðar og tíma og rýmisins milli þessa tveggja þátt. Til að gera þetta áhugamál kostnaðarminna býr Christian oft til eigin tól úr endurunnin […]