Articles by: Tinna

Ingólfur Arnarsson, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir

Ingólfur Arnarsson, Þuríður Rós Sigurþórsdóttir

Sýningarstjóri Gavin Morrison Listamennirnir Ingólfur Arnarsson (f. 1956) og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir (f.1975) virðast við fyrstu sýn nota ólíkar leiðir í listsköpun sinni. Stefnumót verkanna sem hér eru til sýnis felst í spurningunni um málaralistina, verkin geta talist til málaralistar án þess að vera eiginleg málverk. Steinsteyptar lágmyndir Ingólfs birtast sem kyrrlát inngrip með óreglulegu millibili á veggjum sýningarrýmisins. Þær er svipaðar að lögun og gerð, flöturinn sem snýr að áhorfandanum hefur verið pússaður niður, sléttaður af natni og grunnaður þannig að hann virðist fullkomlega lygn. Tilbrigðin liggja í hluta ferhyrningsins sem litur hefur verið borinn á, ýmist efri eða […]

Read More

The Mystery Hour

Islandia en Islandia

19.-22. ágúst í Bókabúðinni-verkefnarými Verkefnið Islandia en Islandia miðar að því að skapa samtal við listamenn búsetta á Seyðisfirði og ræða hugmyndina um smærri vinnustofur. Listamönnum verður boðið upp á örlistamannadvöl Bókabúðinni, eða við Tvísöng, og fá þar tvær klukkustundir við að setja fram verk sem þau vinna að um þessar mundir eða skapa nýtt verkefni fyrir þessar aðstæður. Með þessum viðburðum, samskiptum við áhorfendur eða annarri listrænni þróunarvinnu sem á sér þar stað gera Miguel og Carmen tilraun til að draga upp mynd af þverfaglegu listasamfélagi á Seyðisfirði eins og það kemur fyrir í dag. Verkefnið Espacio Islandia og sýningarstýrða örlistamannadvölin hófst árið […]

Read More