Articles by: Tinna

Verk eftir David Edward Allen

Listamannaspjall #22

Fimmtudaginn 7. maí kl. 14:00 í Bókabúðinni – verkefnarými. Gestalistamennirnir David Edward Allen (GB/DE), Francesco Bertelé (I), Halina Kleim (DE), Reza Rezai (CAN) kynna verk sín og viðfangsefni á listamannaspjalli sem opið öllum. Einnig mun Julia Martin (DE) gefa stutta kynningu á listsköpun sinni. Julia dvaldi nokkrum sinnum sem gestalistamaður í Skaftfelli með hún vann að doktorsritgerð sinni en hún lauk nýlega námi frá Goldsmiths College í London.

Auglýst eftir umsóknum fyrir „Climbing Invisible Structures“

Auglýst eftir umsóknum fyrir „Climbing Invisible Structures“

Verkefnið Climbing Invisible Structures byggir á dvöl gestavinnustofum og sýningarröð. Það er skipulagt af Nida Art Colony of Vilnius Academy of Arts (NAC) (Litháen), í samstarfi við Office for Contemporary Art Norway, Nordic Artists’ Centre Dale (Noregi),  Skaftfell – myndlistarmiðstöð Austurlands (Ísland) og Ars Communis Residency Centre YO-YO (Litháen). Sýningarstjórar eru Eglė Mikalajūnė og Samir M’kadmi. Auglýst er eftir umsóknum frá íslenskum listamönnum, umsóknarfrestur rennur út 24. maí, 2015. Þátttakendum er boðin dvöl í gestavinnustofum í Nida eða YO-YO í tvo mánuði og framleiðslustyrk fyrir nýju verki, allt að 2.800 evrur. Tímbil dvalar er annað hvort ágúst-september eða október-nóvember 2015. Einnig […]

Read More