Articles by: Tinna

Ljósmynd: Christine Jones

Nýr listrænn heiðursstjórnandi

Skaftfell tilnefnir af mikilli ánægju Gavin Morrison sem listrænan heiðursstjórnanda fyrir árin 2015-2016. „Mér finnst mjög áhugavert hversu mörg hlutverk Skaftfell gegnir fyrir Seyðisfjörð og hvernig miðstöðin þrífst í bæjarlífinu. Ég geri ráð fyrir að þessar aðstæður veiti svigrúm fyrir vangaveltur varðandi samspil samfélagsins og listaverka í margvíslegum formum, og þannig geti Skaftfell kannað nýjar leiðir til að  setja fram þessi sambönd í stærra samhengi, lengra en bæinn og lengra en Ísland.„ Gavin Morrison býr i Skotlandi og suður-Frakklandi. Þar rekur hann lítið verkefnarými, IFF, og Atopia Projects sem er sýningastjórnunar- og útgáfu starfsemi. Samhliða því vinnur hann sem sýningastjóri […]

Read More

Mynd: stilla úr verki Cecilia Nygren, My Dreams Are Still About Flying, 2012. Video

Raunverulegt líf

Sýningarstjóri Gavin Morrison …as though literature, theatre, deceit, infidelity, hypocrisy, infelicity, parasitism, and the simulation of real life were not part of real life!* Þessi sýning fjallar um líf raunverulegs fólks, þó um nokkuð óvenjulegt fólk sé að ræða. Hér eru á ferðinni íslenskur listamaður, svissneskur skíðastökkvari, sænskur pólfari og norskur heimspekingur. Þátttakendur sýningarinnar, listafólk og kvikmyndagerðarmenn, setja fram verk um þessa ólíku einstaklinga. Verkin eru sumpart ævisöguleg en ekki ævisögur í hefðbundnum skilningi. Þau segja sögur þessa fólks út frá ákveðnum og oft einkennilegum sjónarhornum. Óvissa er tíð, stundum vegna skáldskapar eða ásetnings en líka vegna ferlisins sem fer […]

Read More