Articles by: Tinna

Sequences VII – utandagskrá: „Salat Dagar“ 18. – 19. apríl

Sequences VII – utandagskrá: „Salat Dagar“ 18. – 19. apríl

Í Bókabúðinni-verkefnarými Opnun laugardaginn 18. apríl kl. 17:00. Sunnudaginn opið kl. 13:00-16:00. Sem hluti af Sequences VII – utandagskrá kynnir Skaftfell SALAT DAGAR (Salat Days) eftir gestalistamanninn Jan- Michel Harmening. Harmening sýnir nýtt verk Die Locherin sem hann vann á meðan dvölinni stóð. Verkið er saumavél sem gerir lítið göt á 35mm filmu um leið og filmunni er varpað í gegnum myndvarpa. Staðsetning holana sem stanslaust bætast við eru mældar út frá og ákvarðast af fyrri holum. Vörpunin endurspeglar rauntíma aðgerð og myndmál ljósopsins. Verkið býr yfir tveimur eiginleikum, ferlið er léttvæg einhliða athöfn og útkoman er samstundis sjónræn. Afleitt […]

Read More

KYNNING

KYNNING

Föstudag – sunnudag, 27. -29. mars,  í Bókabúðinni-verkefnarými Á sýningunni KYNNING  gefur að líta afrakstur eftir tveggja mánaða vinnudvöl á Seyðisfirði. Verið velkominn á opnunina föstudaginn 27. mars kl. 20:00. Listamaðurinn mun einnig kynna vangaveltur sem komu fram á meðan á vinnuferlinu stóð. Laugardag og sunnudag verður sýningin opin frá kl. 11:00-15:00. Verk myndlistarmannsins Cai Ulrich von Platen (f.1955) samanstanda af málverkum, skúlptúrum, innsetningum, ljósmyndum og myndbandsverkum. Verk hans gefa tilefni til mjög sérstæðra og persónlegra sýninga, kvikmynda og bóka. Samhliða tekur hann þótt í fjölmörgum listrænum samstarfsverkefnum og listamannastýrðum sýningum.